Folaldasýning Hrossaræktarfélag Villingaholtshrepps var haldinn á laugardaginn sl. í Reiðhöll Sleipnis á Selfossi. Dómarar voru Bergur Jónsson syðri-gegnishólum og Kristinn Guðnason Árbæjarhjáleigu. 23 folöld tóku þátt og voru veit verðlaun fyrir 3 efstu og vinsælasta folaldið.
Úrslit
1. Hvöt frá Egilsstaðakoti F. Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 M. Kviða frá Egilsstaðakoti. eig. Einar Hermundsson
2. Álfrún frá Egilsstaðakoti F. Álfur frá Selfossi M. Snögg frá Egilsstaðakoti. eig. Einar Hermundsson
3. Alla frá Syðri-Gróf F. Vísir frá Syðri-Gróf M. Hending frá Syðri-gróf. eig. Bjarni Pálsson
Vinsælasta folaldið kosið af áhorfendum
Flipi frá Egilsstöðum F. Röðull frá Egilsstaðakoti M. Yngri-Molda frá Egilsstöðum. eig Þorsteinn Logi Einarsson