Laugardaginn 15. jan sl. var haldin sameiginleg uppskeruhátíð hjá hrossaræktarfélögunum í Flóahreppi. Byrjaði hátíðin á því að Bergur Jónsson var með kynningu á Hug frá Ketilsstöðum sem á að vera í girðingu hjá Hrossaræktarfélagi Gaulverjabæjarhreppi. Kristinn Hugason fór í gegnum ræktunina á Ytra-Dalsgerði og ræktunar markmið. Loks voru veitt verðlaun fyrir efstu kynbótahross í hverju félagi og síðan efsta stóðhest og efstu meri sem ræktuð eru af félagsmanni. Í Villingarholtshrepp var Þróttur frá Kolsholt 3 með 8,07 í Hraungerðishreppi var Frakkur frá Langholti með 8,41 og síðan í Gaulverjahreppi og líka í Flóahreppi voru Örn frá Efri-Gegnishólum með 8,51 og Heilladís frá Selfossi með 8,32 og er með fylgjandi mynd af eigendum þeirra.