Síðustu lömbinn fóru í slátrun í dag þriðjudag og þar með líkur sölu á lambakjöti þetta haustið. Í ár voru 80 skrokkar seldir beint frá okkur og styður það okkar tilfinningu að Kotalamb sé komið til að vera.
Gerðin í ár er 9,91 og 7,27 í fitu sem er bæting síðan í fyrra og meðalvigt 16,94 sem er mikið ánægjuefni en að sjálfsögðu er stefnt að því að gera betur á næsta ári.
Viljum við koma fram þökkum til þeirra sem hafa keypt af okkur lambakjöt í ár og vonum að viðskiptavinir okkar hafi verið ánægðir með þjónustuna og nýja pöntunarkerfið.