Réttir og göngur

Nú er farið að styttast í réttir, Reykjaréttir verða laugardaginn 15. sept. og hefjast þær klukkan 9:00. Fyrstu menn fóru af stað á miðvikudaginn í göngur en þeir fara allaleið inn að Arnarfelli við Hofsjökul og er sú leit kölluð Sandleit. Smala þá saman 1 Flóamaður, 1 Skeiðamenn og 2 Gnúpverjar auk trússara, næstu menn fara af stað á laugardegi og smala þeir Norðurleit með Sandleiturum. Bætast þá 3 Flóamenn, 3 Skeiðamenn og um 4 Gnúpverjar. Sandleit og Norðurleit eru undir leiðsögn fjalldrottningar Gnúpverja Lilju Loftsdóttur.   Norðurleit er smöluð á mánudegi og splittast síðan smalar í 3 leitir á þriðjudegi, Vesturleit, Austurleit og Gnúpverja. Egilsstaðakot er í Flóa og smala Flóamenn Vesturleit. Næstumenn í vesturleit fara af stað á mánudegi og fara þeir inn á Sultarfit, það eru 5 smalar. Sú hefð er að fjallkóngur komi inn á fit. Fjallkóngur í Vesturleit er Ágúst Ingi Ketilsson á Brúnastöðum. Síðustu smalar fara síðan af stað á þriðjudegi 11 talsins og smala Tanga fer Þorsteinn Logi í Egilsstaðakoti fyrir þeim hóp á þriðjudegi og miðvikudegi. Á miðvikudegi hittast síðan allir smalar í Hallarmúla og smala saman á fimmtudegi niður að Skáldabúðum og á föstudegi niður í réttir. Alls fara 20 smalar fyrir vestur leit á fjall.

Leave a Reply

 

 

 

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>

Spam protection by WP Captcha-Free

Ruslpstvrn: