Fimmtudaginn 25. nóv sl. var haldinn haustfundur sauðfjárræktarinn í Þingborg. Var þar farið yfir lamba og hrútaskoðunar í haust, starfsemi sæðingar stöðvarinnar og farið yfir hrútana sem eru í hrútaskránni þetta haustið. Af þessu loknu voru afhent verðlaun fyrir bestu lambhrúta, bestu vg. hrúta og loks fyrir besta BLUP kynbótamati.
Má það nefna að Dóni 07-065 frá Egilsstaðakoti var í 3. sæti fyrir BLUP kynbótamat með fitu 114, gerð 137 mjólkurlægni 98 og frjósemi 108.
Dóni 07-065 er undan Rafti 05-966 frá Hesti og Hljóðlát 05-092
Nánar er hægt að skoða málið á http://www.bssl.is/Efni.asp?Skoda=Article&ID=5366