Föstudagskvöldið 27. feb var aðalfundur hjá Félagi sauðfjárbænda í Árnessýslu haldin í félagsheimilinu Þingborg. Á fundinum flutti Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Landsamtaka sauðfjárbænda erindi um starfsemi samtakana, einnig sagði Margrét Ósk Ingjaldsdóttir ráðunautur frá og sýndi myndir úr námsferð frá Noregi og Svíðþjóð. Á fundinum var kosin ný stjórn og hana skipa
Þorsteinn Logi Einarsson Egilsstaðakoti Formaður
Margrét Ósk Ingaldsdóttir Þjórsárnesi Varaformaður
Bjarni Másson Háholti Gjaldkeri
Trausti Hjálmarsson Austurhlíð Ritari
Halldór Kristjánsson Stíflisdal Meðstjórnandi