Opinn landbúnaður
Við erum meðlimir í verkefninu Opinn landbúnaður á vegum Búnaðarfélag Íslands.
Markmiðið með Opnum landbúnaði er að leggja stóraukna áherslu á að byggja upp tengslanet bænda sem taka á móti gestum á sín býli eða sinna á einhvern hátt kynningarstörfum fyrir bændur. Með því að opna bændabýli landsins fyrir almenningi er stuðlað að auknum skilningi á málefnum landbúnaðarins. Um þessar mundir er unnið með skipulögðum hætti að fá bændur um allt land til þess að taka þátt í verkefninu svo hægt sé að veita þéttbýlisbúum sem besta þjónustu. Kostir þess að sameina krafta bænda í þessum efnum felast m.a. í sameiginlegu útgefnu efni og markaðssetningu, leiðbeiningum um sveitaheimsóknir og að deila þekkingu á milli bænda.
Við bjóðum uppá vorheimsóknir leik- og grunnskólabarna, og stefnum á að vera einnig með opna fjölskyldudaga. Sem og taka á móti hópum eftir pöntunum.
Auglýstir verða aðrir sérstakir atburðir s.s. rúningur, smölun, fjallferðir, réttir og fleira.
Við kappkostum við að fræða gesti okkar eftir bestu getu um íslenskan landbúnað.
Mikilvægt er að panta á undan sér, svo hægt sé að taka sem best á móti ykkur.
verðskrá 2012
Fyrir skólaheimsóknir 450kr manninn um 1 1/2 klukkutíma stop aðgengi að grilli og aðstöðu til að borða nesti.
Fyrir hópa eftir samkomulagi algengt verð 1000kr fyrir manninn. lámark 5000kr fyrir hópinn
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið panta heimsókn til okkar endilega hafið samband við Þorstein í síma 867-4104 eða að senda tölvupóst á thorsteinn82@simnet.is