Nú er pöntunarsíðan fyrir lambakjöt beint frá okkur komin í gagnið. Við ákváðum að bjóða uppá fimm mismunandi sögunarmöguleika fyrir lambaskrokkana, allar upplýsingar er að finna hér vinstra megin á síðunni undir: Kotalamb- Panta kjöt. Pöntunarseðillinn sendist svo beint á netfangið til Þorsteins Loga sem sér um pantanirnar, viðskiptavinir verða svo látnir vita um það [...]
Nú höfum við sett upp myndasíðu á netinu með myndum frá hinum ýmsu atburðum í sveitinni. Næsta skref verður að tengja þá síðu beint við undirsíðuna myndir hér til vinstri, en þangað til er hægt að fara beint á myndasíðuna undir slóðinni: http://picasaweb.google.com/thorsteinn.logi.e Deila á Facebook
Í Egilsstaðakoti hófst sala á stimpluðu gæðalambakjöti haustið 2005. Viðskiptavinum Egilsstaðakots- Kotalambs er einungis boðið upp á kjöt úr gæðaflokkum DE2, DE3, DE3+ og DU2, DU3, DU3+ nema annað sé óskað. Kjötið er heilbrigðisskoðað af dýralæknum. Salan hefur undið upp á sig og síðast liðin tvö haust hefur það selst upp. Lömbunum er slátrað í S.S. [...]
Undanfarnar vikur hefur staðið yfir mikil yfirhalning í Kotinu og er málingarvinnan á útihúsunum mjög langt komin. Mikil breyting hefur þá þarf af leiðandi orðið á aðkomu bæjarins. Einar og Ella skelltu sér út á HM íslenska hestsins sem fór fram í Sviss og sá Þorsteinn ásamt strákunum Sveini og Árna á meðan um kýrnar. [...]
Við Þorsteinn erum þessa dagana á fullu í tamningu og þjálfun á hrossum. Tamningarnar ganga mjög vel og eru flest tryppin orðin reiðfær. Til þessara vinnu nýtist brautin í gegnum landið sem girt var af í vor einstaklega vel því bílaumferðin á akveginum er mjög mikil og því ekki mjög hentug til tamninga. Einnig reynum [...]
Síðastliðinn þriðjudag eða þann 26. maí kom til okkar 18 manna hópur í sólarhringsdvöl. Hópurinn samanstóð af 12 háskólanemum frá Alabama í Bandaríkjunum ásamt tveimur kennurum og tveimur fararstjórum. Til að byrja með sýndum við hópnum fjárhúsin og sögðum frá því starfi sem þar fer fram.
Veðrið hefur aldeilis leikið við okkur hérna í Flóanum að undanförnu og vonum við að það verði áframhald á því. Miðvikudaginn 13.maí komu 39 krakkar og 10 starfsmenn leikskólans Krakkaborgar í heimsókn til okkar í fjárhúsin að skoða lömbin. Heimsóknin lukkaðist vel og allir krakkarnir fengu að halda á og knúsa lömbin. Vel gengur að [...]
Heimasíðan er nú loksins komin upp þó enn vantar örlítið uppá. Tilefnið að heimasíðugerðinni var innganga okkar í verkefnið Opinn landbúnað, sem snýst um að opna býli landsins fyrir almenningi til fræðslu. Hér á bænum eru vorverkin í fullum gangi. Sauðburður gengur vel, yfir 70 kindur bornar og fyrstu lömbinn fóru út í gær og [...]
Nýr vefur er kominn í loftið. Deila á Facebook