Dagana 30. júní og 2. júlí var farið með féð á fjall alls fóru 470 hausar á fjall þetta árið. Afrétturinn leit vel út og ef viðunandi úrkoma verður í sumar ætti útkoman að vera góð. Hægt er að sjá fleirri myndir á http://picasaweb.google.com/thorsteinn.logi.e/Fjallfer2010## Deila á Facebook
Í salnum er hægt að taka á móti 20-30 manna hópum. Tilvalin viðkomustaður,t.d. fyrir óvissuferðir. Deila á Facebook
Dagana 21.og 22. jún fóru þeir Hafliði bóndi á Ósabakka, Emil Ingi Haraldsson og Hilmar Björnsson frá Eyrarbakka og Þorsteinn Logi í Egilsstaðakoti. Gekk það ágætlega þar sem lítil snjór var í vetur, þó er girðingin orðin léleg að hluta og er stefnt að því að fara aftur og girða það upp. Sést hér greinilega [...]
Áætlað er að fara með féð á fjall miðvikudaginn 30. júní þeir sem eru áhuga samir um að fara með eru beðnir um að hafa samband við Þorsteinn Loga í síma 867-4104 eða í netfangið thorsteinn82@simnet.is. Ferðin tekur um 5 tíma og þar af er féð rekið upp um 3 km inn að afréttargirðingu sem er um 140 metra ofar en safngerðið sem lagt [...]
gleðilegan þjóðhátíðardag Deila á Facebook
Sauðburður er langt kominn í Egilsstaðakoti. Um 160 eru ær eru bornar og búið að marka yfir 250 lömb. Það hefur því gengið ágætlega sem af er 7, 9, 13 Deila á Facebook
Þorsteinn Logi byrjaði í gærkvöldi að tæta upp á mýri fyrir grænfóðri sem stefnt er að beita sauðfénu á, áður en það fer á afrétt. Leikurinn er tilraun til að fylgja ánum betur eftir að vorinu til þess að fá aukinn fallþunga lamba að hausti. Deila á Facebook
Í dag komu krakkar úr 8. bekk í Flóaskóla í heimsókn. Heimsóknin er liður í námi krakkanna en þau eru að fara í fyrirtæki í nágreninu og kynna sér starfsemi þeirra. Deila á Facebook
Sauðburðurinn hófst í kvöld, eða þann 23. apríl. Þegar að ærin Pink bar tveimur lömbum, hrút og gimbur. Deila á Facebook