Senn kemur að lokum á þessari sláturtíð

Síðustu lömbin fara frá mér í slátrun næstkomandi fimmtudag, 27. okt. Það þíðir að ekki verður hægt að panta kjöt eftir miðvikudagskvöldi 26. okt því að ég hef ekki aðstöðu til að frysta kjöt. Endilega farið inn á kotalamb-panta kjöt og kynnið ykkur þá flokka sem ég bíð upp á. Deila á Facebook

North Atlantic Jewel – Iceland – Árnes County

Við í Egilsstaðakoti tókum þátt með öðrum ferðatengdum aðilum að útbúa dvd disk. Diskurinn heitir North Atlantic Jewel – Iceland – Árnes County. Hægt er að kaupa diskinn hjá okkur á 3000kr tilvalinn gjöf. Myndband Deila á Facebook

Uppskriftir af góðum lambakjötsréttum

Á heimasíðunni www.lambakjot.is er hægt að finna margar uppskriftir af ljúffeingum lambakjötsréttum s.s. Lambakarrí – með hrísgrjónum og nanbrauði Lýsing Nýtum kalda afganga í exótíska rétti og tilraunir með bragð og krydd. hér er brugðið á leik með indverskum hætti. Skammtar 4 2 laukar, 1 gult epli, 2 hvítlauksgeirar, 2 gulrætur ½ tsk kanill 2 tsk [...]

Einskorðum okkur að því að selja eingöngu hágæðakjöt

Hér má sjá sýnishorn af því gæða kjöti sem Egilsstaðakot hefur upp á að bjóða undir vörumerkinu Kotalamb. Sést hér glögglega hversu góð holdfylling er í skrokkunum sem gerir það að verkum að viðskiptavinir eru að fá meira kjöthlutfall í hverju kílói. Lömbinn ganga á fjalli og eru eftir það á fjölbreittu fóðri sem tryggir [...]

Reykjaréttir 2011 verða laugardaginn 17.sept

Flestar kindur í Egilsstaðakoti eru keyrðar í afrétt í byrjun júlí ár hvert. Í ár voru 515 hausum keyrt í afréttinn sem er staðsettur upp með Stóru-Laxá að austanverðu og nær hann allaleið inn að Hofsjökli. Það gerir það að verkum að einu lengstu göngur á landinu eru hjá okkur. Fyrstu menn sem fara af [...]

Frábært afmæli

Í tilefni af afmæli Christiane Grossklaus nágranna okkar á Egilsstöðum 1 mánudaginn 8.ágúst var slegið upp heljarinnar partýi. Afmælið byrjaði á því að tekið var á móti Christiane með fánareið fjögurleitið og síðan voru skemmtiatriði og göngur sem endaði síðan með alvöru hlöðuballi í hlöðunni á Egilsstöðum 1.  Deila á Facebook

Gæs sett í helstu störf við sauðburð

Laugardaginn 7.maí komu 10 hressar stelpur í fjárhúsinn tilgangurinn var að gæsa eina vinkonuna. Deila á Facebook

Sauburður er hafinn í kotinu

Laugardaginn 30. apríl hófst sauðburðurinn í Egilsstaðakoti. sauðburðurinn fer vel af stað, 25 ær eru bornar þar af 4 gemlingar og 45 lömb eru kominn. Í tilefni af því verður þeim boðið í heimsókn sem hafa keypt kjöt af okkur síðast liðið haust á sunnudaginn 8. maí á milli 14-16. Deila á Facebook

Heimsókn frá Hvanneyringum

Föstudaginn 11. mars komu um 80 hressir Hvanneyringar í heimsókn. Voru þeir á ferð um Árnessýslu að skoða bú og landbúnaðarteyngd fyrirtæki. Deila á Facebook

Fósturtalning

Föstudaginn 11.mars komu þær Elín Heiða og Heiða Guðný að fóstur telja í Egilsstaðakoti. Kom það ágætlega út, af 200 ám þá voru 9 ær voru sónaðar með 3 lömb, 30 með 1 lamb og 6 geldar sem gerir 1,84 lömb á ána eða 1,9 lömb á á með lambi. 73 gemlingar voru skoðaðir og þar af [...]