
Við leggjum áherslu á næmni frá upphafi
Lögð er áhersla á að hrossin séu sátt við manninn og umhverfið, og að þau séu með sterkan grunn. Við notumst mikið við náttúruna í vinnu okkar með hrossin því misjafnt er hvaða umhverfi hentar á hverju stigi. Auk þess sem fjölbreyttar þjálfunaraðstæður eykur vilja og gleði hjá hrossinu.

Þorsteinn á Veigari frá Egilsstaðakoti
Þorsteinn Logi hefur lokið hrossaræktarnámi á Bændadeild Landbúnaðarháskóla Íslands, og varð efstur á tamingar- og þjálfunarprófinu í sínum árgangi (2006). Hlaut það árið hina virtu Morgunblaðskeifu og varð efstur í töltkeppni skólans.