Þorsteinn Logi Einarsson er fæddur 1982. Hann er fæddur og uppalin í Egilsstaðakoti í Flóahreppi. Sonur hjónanna Einars Hermundssonar og Elínar B. Sveinsdóttur. Einar og Elín Bjarnveig eru með um 45 mjólkandi kýr en um 110 nautgripi í heildina. Fjósið var fyrst byggt árið 1974 en var breytt árið 2001-2002 og er í dag lausagöngufjós þar sem mjólkað er í mjaltargryfju með 10 mjaltartækjum.
Nautastöð Ísland hefur verið að fá naut frá Egilsstaðakoti á stöðina til sæðistöku. Hrossaræktin hefur staðið fyrir sínu og er í dag um 70 hross á bænum. Um 8-10 folöld fæðast á hverju vori og hafa miklir gæðingar komið frá býlinu. Má þar nefna stóðhestinn Hvin frá Egilsstaðakoti sem fór í 1.verðlaun 4 vetra sem klárhestur og hefur gert það gott á keppnisvellinum eftir það. Hryssan Gljá frá Egilsstaðkoti sem stóð í 3.sæti í 5 vetra flokki hryssa á Landsmóti hestamanna árið 2006 á Vindheimamelum. Einnig hefur komið fjöldinn allur af öðrum góðum reið- og keppnishrossum frá Egilsstaðakoti
.
Þorsteinn Logi hefur alltaf haft mikinn áhuga á búskap og setti sér snemma þau markmið að verða bóndi. Eftir grunnskólann lá leið hans í Fjölbrautarskóla Suðurlands, þar sem hann nam smíðar. Haustið 2004 hóf hann nám í búfræði við Lanbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í verknám var haldið norður í Skagafjörð á bæinn Syðri-Hofdali og einnig lauk hann sveinsprófi í smíðum það sumar. Vorið 2006 vann Þorsteinn Morgunblaðsskeifuna á Hvanneyri á 2 heimahrossum þeim Eldingu og Veigari frá Egilsstaðarkoti. 2007 tók Þorsteinn alveg yfir fjárbúskapinn í Egilsstaðarkoti og var þá um haustið hafist handa við að byggja nýtt fjárhús. Frá upphafi byggingu þess hefur alltaf verið horft til þess að hægt væri að taka á móti hópum í fjárhúsið og fræða fólk um íslenskan landbúnað. Húsið er stálgrindarhús frá Hýsi, með yleiningum. Það tekur 300 ær, 14 hross og einnig er gert ráð fyrir móttökusal uppi fyrir ofan hesthúsið.