Sunnudaginn 7. nóv voru haldin tvö ullarflokkunarnámskeið hjá okkur í Egilsstaðakoti. Námskeiðin voru hluti af námskeiðaröð hjá Landsamtökum sauðfjárbænda og Ístex. Námskeiðin voru þannig uppsett að það var byrjað á glærusjói um ullarmat og starfsemi Ístex og síðan var boðið upp á kaffi eftir það var farið í gegnum flokkunina verklega, skoðuð voru 20-30 reifi af mismunandi gömlum ám og af mismunandi litum. 30 manns mættu á námskeiðin og var það fullbókað. Leiðbeinendur voru þau Emma Eyþórsdóttir formaður Ullarflokksnefndar og Guðjón Kristinsson framkvæmdarstjóri ístex.