Stórátak er að fara af stað í flokkun á ull í næsta mánuði þar sem Ullarmatsnefnd og Landssamtök sauðfjárbænda í samvinnu við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands standa fyrir námskeiðum í ullarflokkun víðsvegar um land.
Námskeiðin verða haldin í fjárhúsum hjá bændum þar sem rúið verður og ullin flokkuð jafnóðum. Auk þess verður farið yfir reglur um ullarflokkun og sýndar myndir til skýringar.
Námskeiðin verða haldin í fjárhúsum hjá bændum þar sem rúið verður og ullin flokkuð jafnóðum. Auk þess verður farið yfir reglur um ullarflokkun og sýndar myndir til skýringar.
Eitt af þessum námskeiðum verður haldið í fjárhúsinu í Egilsstaðakoti og verður það haldið sunudaginn 7.nóv kl 16:00 og er áhugasömum bent á að hafa samband við endurmenntun í endurmenntun@lbhi.is