Í Egilsstaðakoti hófst sala á stimpluðu gæðalambakjöti haustið 2005. Viðskiptavinum Egilsstaðakots- Kotalambs er einungis boðið upp á kjöt úr gæðaflokkum DE2, DE3, DE3+ og DU2, DU3, DU3+ nema annað sé óskað. Kjötið er heilbrigðisskoðað af dýralæknum. Salan hefur undið upp á sig og síðast liðin tvö haust hefur það selst upp. Lömbunum er slátrað í S.S. (Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi) og kjötið tekið heim og sagað í fimm mismunandi flokka.
Magnafsláttur er veittur við 10 lömb og frí heimkeyrsla (á Selfossi eða í Reykjavík) við 20 lömb á sama stað. Annars er miðað við að kjötið sé sótt í Egilsstaðakot.