Réttirnar nálgast

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir mikil yfirhalning í Kotinu og er málingarvinnan á útihúsunum mjög langt komin. Mikil breyting hefur þá þarf af leiðandi orðið á aðkomu bæjarins.

Nýmáluðu húsin séð frá veginum

Nýmáluðu húsin séð frá veginum

Einar og Ella skelltu sér út á HM íslenska hestsins sem fór fram í Sviss og sá Þorsteinn ásamt strákunum Sveini og Árna á meðan um kýrnar. Réttað verður í Reykjarétt á Skeiðum þann 12. september.

Við erum með 421 fjár á fjalli í ár svo það verður í nógu að snúast að finna allt féð í réttunum og flytja á vögnum heim. Hægt verður að fá að koma með okkur og hjálpa til við að draga féð í dilkinn okkar. Einnig verður hægt að fá að koma heim í Egilsstaðakot að réttum loknum og taka þátt í að smala fénu og vikta það og flokka dagana eftir réttirnar.

Leave a Reply

 

 

 

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>

Spam protection by WP Captcha-Free

Ruslpstvrn: