Féð er komið á fjall

img_2220

Séð upp nýafgirtann veginn frá fjárhúsinu

Við Þorsteinn erum þessa dagana á fullu í tamningu og þjálfun á hrossum. Tamningarnar ganga mjög vel og eru flest tryppin orðin reiðfær. Til þessara vinnu nýtist brautin í gegnum landið sem girt var af í vor einstaklega vel því bílaumferðin á akveginum er mjög mikil og því ekki mjög hentug til tamninga.

Einnig reynum við að nýta landslagið sem mest í þjálfuninni svo hrossin fái sem fjölbreyttasta þjálfun.

Heyskapur í Egilsstaðakoti gengur vel og er fyrri slátturinn búinn og í dag eru komnar rúmlega 1200 rúllur í plast.

Féð var flutt á fjall um mánaðarmótin júní-júlí, og þá var allt féð rekið heim það flokkað og merkt við í bókhaldinu svo ekki færu stök lömb eða kindur á fjall. Öllu fénu var svo gefið inn ormalyf áður en það var sett á vagna og keyrt með það í afrétt Flóamanna. Féð er tekið af vögnunum inní hólfi í landi Skáldabúða, þaðan er það rekið í rúman klukkutíma að afréttargirðingunni.

Á næsta ári er ætlunin að bjóða almenningi uppá að koma með okkur að reka féð heim, flokka það og reka á fjall.

img_2217

Mókolla ásamt lambhrútunum sínum tveimur

Mókolla gamla (11 vetra) kom okkur heldur betur á óvart þann 11. júlí þar sem hún bar tveimur gullfallegum hvítum hrútum.

1 comment to Féð er komið á fjall

Leave a Reply

 

 

 

You can use these HTML tags

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>

Spam protection by WP Captcha-Free

Ruslpstvrn: