Aðalfundur félags sauðfjárbænda í Árnessýslu

Föstudagskvöldið 27. feb var aðalfundur hjá Félagi sauðfjárbænda í Árnessýslu haldin í félagsheimilinu Þingborg. Á fundinum flutti Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Landsamtaka sauðfjárbænda erindi um starfsemi samtakana, einnig sagði Margrét Ósk Ingjaldsdóttir ráðunautur frá og sýndi myndir úr námsferð frá Noregi og Svíðþjóð. Á fundinum var kosin ný stjórn og hana skipa Þorsteinn Logi Einarsson Egilsstaðakoti Formaður Margrét Ósk Ingaldsdóttir Þjórsárnesi Varaformaður Bjarni [...]

Fósturvísatalning

Í dag komu Heiða Guðný og Elín heiða að fósturvísatelja í ánum. kom það ágætlega út. 1,82 lömb eftir ána og 61 gemlingar með lambi og þar af 14 með 2. Deila á Facebook

Líf og fjör

Stak út úr hálfu fjárhúsinu í dag og hleypti kindunum út á meðan og þær voru því heldur betur fegnar, þær voru eins og kýr að vori í stungum og sprettum. Deila á Facebook