Tilboð á akstri á kjöti til Reykjavíkur

Sökum þess hve margir hafa pantað kjöt í Reykjavík úr næstu slátrun verður boðið upp á frían akstur á kjöti ef um 5 skrokka er að ræða á sama stað og pantað fyrir miðvikudagskvöldið 21. október. Einnig viljum við benda á að mjög góðar upplýsingar um geymslu og meðhöndlun lambakjöts eru að finna á heimasíðunni: http://www.lambakjot.is/ [...]

Gamlar myndir úr Kotinu

Búið að skanna nokkrar myndir af Þorsteinni og búskap úr Kotinu inn á myndasíðuna okkar linkurinn er http://picasaweb.google.com/thorsteinn.logi.e/GamlarKotamyndir# Deila á Facebook

Beint frá býli

Nú erum við orðin meðlimir í félaginu; Beint frá býli sem er fyrir bændur sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða sinna beint frá býli sínu. Tilgangurinn með félaginu er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu [...]

Sala á kjöti Gengur vel

Kjötið af lömbunum sem slátrað var 1.okt er uppselt og verður afgreitt á morgunn. Næsta slátrun verður 15. okt. Ég vil minna fólk að pannta tímalega því að kjötið seldist upp í fyrra og miðað við undirtektir býst ég við því sama núna. Deila á Facebook

Eftirsafn, lambadómar og annarri slátrun lokið

Þorsteinn fór í eftirsafn á afréttinum hjá okkur og voru skilaréttirnar  sunnudaginn 27. september og núna vantar okkur aðeins 6 hausa; 1 kind og 5 lömb. Miðvikudaginn 30. sept voru lömbin svo dæmd og kom það ágætlega út . 98 lömb voru dæmd hjá okkur og var meðal bakvöðvi 28 mm 2,8 mm fita og [...]