Bandarískir námsmenn sváfu eins og lömb

Síðastliðinn þriðjudag eða þann 26. maí kom til okkar 18 manna hópur í sólarhringsdvöl. Hópurinn samanstóð af 12 háskólanemum frá Alabama í Bandaríkjunum ásamt tveimur kennurum og tveimur fararstjórum. Til að byrja með sýndum við hópnum fjárhúsin og sögðum frá því starfi sem þar fer fram.

Heimsókn frá leikskólakrökkum

Veðrið hefur aldeilis leikið við okkur hérna í Flóanum að undanförnu og vonum við að það verði áframhald á því. Miðvikudaginn 13.maí komu 39 krakkar og 10 starfsmenn leikskólans Krakkaborgar í heimsókn til okkar í fjárhúsin að skoða lömbin. Heimsóknin lukkaðist vel og allir krakkarnir fengu að halda á og knúsa lömbin. Vel gengur að [...]

Vefurinn opnaður og vorverkin í fullum gangi

Heimasíðan er nú loksins komin upp þó enn vantar örlítið uppá. Tilefnið að heimasíðugerðinni var innganga okkar í verkefnið Opinn landbúnað, sem snýst um að opna býli landsins fyrir almenningi til fræðslu. Hér á bænum eru vorverkin í fullum gangi. Sauðburður gengur vel, yfir 70 kindur bornar og fyrstu lömbinn fóru út í gær og [...]