Réttað verður í Reykjarétt á Skeiðum þann 12. september. Við erum með 421 fjár á fjalli í ár svo það verður í nógu að snúast að finna allt féð í réttunum og flytja á vögnum heim. Við höfum ákveðið að bjóða uppá það að hægt verði að fá að koma með okkur og hjálpa til við að draga féð í dilkinn okkar. Einnig verður hægt að fá að koma heim í Egilsstaðakot að réttum loknum og taka þátt í að smala fénu og vikta það og flokka dagana eftir réttirnar.